14.09.2012 11:10

Nýr bátur frá Trefjum til Grikklands



                                   Vimatarissa © mynd Trefjar 2012

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Grikklands

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Grikklands.

Kaupandi bátsins er Munkaklaustrið í Vatopedi sem staðsett er á Mount Athos skaganum í austurhluta Grikklands.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið "Vimatarissa". Báturinn er 11brúttótonn.  "Vimatarissa" er af gerðinni Cleopatra 33.

Báturinn er útbúinn tveimur aðalvélum af gerðinni Yanmar 6LY 440hö hvor um sig tengdar ZF280IV gírum.

12kW rafstöð af gerðinni Westerbeke er um borð.

Ískrapavél er frá Kælingu.

Siglingatæki eru frá Furuno. 

Báturinn er útbúinn til Neta, gildru og línuveiða.

Neta og gildruspil er frá Rapp.

Línubúnaður er frá Able.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest.  Vistarverur eru loftkældar og er þar svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Mount Athos.  Báturinn sér 200manna klaustri fyrir fiski allt árið.  Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðarins.  2-3 menn verða í áhöfn.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2319
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993740
Samtals gestir: 48564
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:09:39
www.mbl.is