2763- Steinunn Hf 108 Mynd þorgeir Baldursson 2012
Beiðni um aðstoð barst Landhelgisgæslunni um klukkan 16:40 í dag frá línubátnum Steinunni HF-108 en hann hafði fengið á sig brotsjó um 20 sjómílur norðvestur af Rit við mynni Ísafjarðardjúps.
"Tveir menn eru í áhöfn bátsins. Afli og veiðarfæri höfðu kastast til og fékk báturinn á sig slagsíðu. Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við nærstödd skip og báta og bað þau um að halda á staðinn," segir í tilkynningu frá Gæslunni.
Togararnir Örfirisey RE og Páll Pálsson ÍS héldu brugðust við og héldu strax á staðinn en einnig var kallað út björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Togararnir komu að Steinunni um klukkan 18:00 og munu fylgja bátnum áleiðis inn á Ísafjarðardjúp ásamt björgunarskipinu. Þyrla Gæslunnar mun hins vegar lenda á Ísafirði og bíða átekta þar.