1.300 tonn af síld í risakasti
Skipverjar á Hákoni EA náðu sannkölluðu risakasti þar sem þeir voru á síldveiðum skammt undan Grundarfirði snemma í morgun.
Þegar rætt var við Björgvin Birgisson, skipstjóra um miðjan dag hafði 400 tonnum af síld verið dælt úr nótinni um borð í Hákon, og þrjú önnur skip - Vilhelm Þorsteinsson, Huginn og Heimaey, höfðu einnig komið við og dælt úr nótinni. Björgvin segir að stefnan sé nú tekin í Helguvík, þar sem aflanum verði landað í nótt. Af www.ruv.is