07.03.2013 12:36

Reval Viking EK 1202

                    Reval Viking Ek 1202 © Mynd Þorgeir Baldursson 2012

                     Reval Viking á siglingu © mynd þorgeir Baldursson 2013

               Svo var snúið og haldið til Hafnarfjarðar © mynd Þorgeir Baldursson 

       Reval Viking EK 1202 kemur til Hafnarfjarðar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                 Komið að bryggju i Hafnarfirði © mynd þorgeir Baldursson 2013

                Hluti áhafnarinnar ásamt Skipstjóranum © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                 Skipstjórinn Eirikur Sigurðsson © mynd þorgeir Baldursson 2013

 Einar Már Gunnarsson netamaður ® mynd þorgeir Bald 2013

Reval Viking landar 250 tonnum af rækju í Hafnarfirði

Nýr rækjutogari sem

Íslendingar tengjast

 

Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju.

Gert út frá Eistlandi

Nýja skipið, sem fengið hefur nafnið Reval Viking, var smíðað árið 2000 og er 2.350 brúttótonn að stærð, með 7.500 hestafla vél. Það er 61 metri að lengd. Kaupandi þess er eistneska félagið Reval Seafood og er skipið skráð í Eistlandi. Reval Seafood er í 50% eigu danska félagsins Ocean Prawns og 50% í eigu eistneska fyrirtækisins Reyktal AS, en Íslendingar tengjast því félagi.

Reyktal AS gerir út rækjutogarana Eldborg, Taurus og Ontika. Ocean Prawns í Danmörk gerir út Ocean Tiger og tvö skip í Kanada í samvinnu við kandadíska aðila: Ocean Prawns og Atlantic Enterprise.

Treg veiði

Reval Viking hóf veiðar 10. janúar við Austur-Grænland. Hjálmar sagði að mun minni veiði væri þar á veiðidag en undanfarin ár og því hefði fyrstu túrinn dregist á langinn. Um er að ræða stór og fallega rækju, hefðbundna Dohrnbankarækju, sem er unnin og soðin um borð. Skipstjóri á Reval Viking er Eiríkur Sigurðsson.

nánar i nýjustu Fiskifréttum 

 

 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is