12.03.2013 11:58

Stillum veiðunum í hóf til að hafa ferskt hráefni

                            Skipverji á Kleifarbergi RE 7  © Mynd úr safni Ottó Harðarssonar 

                                  Kleifarberg RE 7 © Mynd þorgeir Baldursson 

                Hluti áhafnar Kleifarbergs RE 7 © mynd úr safni Ottó Harðarssonar

"Það er einfalt, hér er miklu meira en nóg," segir Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi RE-7, sem er að veiðum í Barentshafi. "Það er mikið af fiski og mjög góður fiskur. Hann er fullur af hrognum."

Kleifabergið er sunnarlega í Barentshafi, á svonefndum Lófótenmiðum. Í Morgunblaðinu í dag segir Víðir að fá skip séu þar að veiðum en nú sé komið annað íslenskt skip. Hinir íslensku togararnir eru norðar í Barentshafi. "Við reynum að stilla veiðunum í hóf til að hafa hráefnið alltaf ferskt."

Lækkandi verð á afurðum kemur illa við skipverja og útgerð Kleifabergsins, eins og aðra. Víðir ber saman tvo túra með árs millibili. "Í byrjun árs í fyrra fór Kleifabergið á þetta svæði og fiskaði fullfermi sem lagði sig á 298 milljónir. Nákvæmlega tólf mánuðum síðar fórum við á sama svæði og sigldum heim með fullfermi en sá túr lagði sig á 216 milljónir."

Teksti mbl.is myndir Ottó Harðarsson og Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is