24.03.2013 13:26

Nýtt Skip i stað Eriku

Nýtt skip í stað ErikuPrentaTölvupóstur
24. mars 2013
Polar Amaroq áður Eros.
Polar Amaroq áður Eros.
Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Eros og er því ætlað að leysa skip félagsins, Eriku af hólmi. 

Samstarf Síldarvinnslunnar og grænlenska félagsins hefur staðið í fjölda ára.  Síldarvinnslan á þriðjung í East Greenland Codfish A/S og segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri hennar eftirfarandi um kaupin:

"Þetta er ákveðin endurnýjun á flota félagsins um leið og félagið er að fá mun öflugra skip sem býður uppá aukin tækifæri.  Eigendur East Greenland sjá aukna möguleika í uppsjávarveiðum meðal annars við Grænland.  Nýja skipið er mjög vel tækjum búið og hefur meðal annars verið nýtt til hafrannsókna við Noreg.  Um borð í skipinu er til dæmis rannsóknastofa og þar er aðstaða til að vera með fellikjöl sambærilegan og rannsóknaskip eru með".


Eros var smíðað i Slipen Mek. Verksted í Noregi árið 1997.  Skipið er 75,9 m á lengd og 13 m á breidd.  Stærð skipsins (GT) er 2.148 tonn.  Í skipinu eru 9 RSW-tankar þannig að það hentar vel til að flytja afla til manneldisvinnslu að landi.  Burðargeta skipsins er 2.100 tonn.

Eros er búið tveimur MaK aðalvélum, samtals 6.520 hestöfl.  Þá eru einnig í skipinu tvær Caterpillar hjálparvélar.  Að öðru leyti er í skipinu fullkominn veiðibúnaður og tækjakostur eins og best verður á kosið.

Erika hefur þegar verið seld til Afríku.

Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Geir Zoëga en hann hefur verið skipstjóri á Eriku síðast liðin ár.

Skipið mun fá nafnið Polar Amaroq og heimahöfn nýja skipsins verður Tasiilaq.
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is