01.05.2013 12:24Þrálátar Brælur á Kolmunnamiðunum 155- Lundey NS 14 © mynd Þorgeir Baldursson Aðstæður með ólíkindum erfiðar, segir skipstjórinn á Lundey NS
,,Það er víst engu logið um að þetta hafsvæði suður af Færeyjum er sannkallað veðravíti og það er mikið um frátafir á veiðum vegna þess. Í gær urðum við að halda sjó í hálfan sólarhring í norðanbrælu og haugasjó og það var ekki fyrr en í morgun að það var hægt að kasta aftur. Og það lítur ekki út fyrir mikinn frið því að næsta lægð er á leiðinni og nú er spáð sunnanbrælu." Þetta sagði Stefán Geir Jónsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Lundey NS, en er rætt var við hann á vef HB Granda nú síðdegis var hann með skipið að veiðum um 70 mílur suður af Færeyjum. Búið var að hífa eftir fyrsta hol dagsins og var áætlaður afli um 400 tonn. Þar með er aflinn í veiðiferðinni orðinn rúmlega 1.000 tonn. Sagðist Stefán Geir vonast til þess að ná nægilegu aflamagn í síðara holi dagsins til að hægt yrði að halda til Vopnafjarðar með ásættanlegan afla áður en næsta stórviðri skylli á. ,,Það er eiginlega með ólíkindum hvað aðstæður hafa verið erfiðar. Um daginn var ekki um annað að ræða en að koma skipunum í var við Færeyjar enda var þá gríðarmikil ölduhæð á veiðisvæðinu. Sjólagið var skárra í gærkvöldi en þá fór vindhraðinn í 20 m/s og þýðingarlaust að vera að veiðum." Að sögn Stefáns Geirs er Lundey nú í síðasta hreina kolmunnaveiðitúr ársins. Faxi RE er á leiðinni á miðin og er væntanlegur þangað í fyrramálið. Faxi á eftir eina veiðiferð og hið sama má segja um Ingunni AK. Verið er að landa úr skipinu á Vopnafirði og standa vonir til að það geti látið úr höfn strax í nótt. Með aflanum úr þessum þremur síðustu veiðiferðum HB Granda skipanna má reikna með því að heildarkolmunnaaflinn á vertíðinni verði um 21.000 tonn. Þá er lítið óveitt af kvótanum en eftirstöðvarnar verða nýttar fyrir kolmunna sem meðafla á síld- og makrílveiðum í sumar. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1080 Gestir í dag: 67 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019546 Samtals gestir: 49950 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is