08.05.2013 20:43

Deila við Siglingastofnun um Rib-báta

Deila við Siglingastofnun um Rib-báta

Farþegar í hvalaskoðun á Rib-bátnum Ömmu Siggu í eigu Gentle Giants.stækka

Farþegar í hvalaskoðun á Rib-bátnum Ömmu Siggu í eigu Gentle Giants. mbl.is/Rúnar Pálmason

"Stofnunin virðist misskilja hlutverk sitt fullkomlega og telur sig eiga að vera í því hlutverki að leggja steina í götu okkar í stað þjónustu og samvinnu í þróun regluverks á nýjungum," segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, í samtali við mbl.is.

Fyrirtæki hans og önnur sem gera út svokallaða Rib-báta hafa átt í deilum við Siglingastofnun undanfarin ár vegna krafna sem stofnunin hefur viljað gera til rekstur bátanna með tilliti til öryggismála. Þannig vill Siglingastofnun að ekki að fluttir séu fleiri farþegar með bátunum, sem eru opnir slöngubátar, en tólf þó pláss sé fyrir 18 manns.

Eins vill stofnunin að farþegarnir séu klæddir björgunarflotgöllum á meðan á siglingu stendur á tímabilinu frá 30. september til 1. júní hvert ár en gert er ráð fyrir að reglur þess efnis taki gildi í vor. Eru þessar kröfur rökstuddar með vísun í hitastig sjávar auk reglna sem í gildi séu á Norðurlöndunum í þessum efnum og innan Evrópusambandsins. Þá er vísað í hraða bátanna og hættu því fylgjandi að farþegar falli útbyrðis.

Stefán segir að skírskotun Siglingastofnunar í Norðurlandsreglurnar standist ekki skoðun. Reglur á hinum Norðurlöndunum séu ef eitthvað sé ekki eins strangar og hér á landi. Enda hafi stofnunin dregið úr orðalagi sínu í þeim efnum þegar liðið hafi á málið og tali nú einungis um að þær reglur hafi verið hafðar til hliðsjónar. Þær forsendur sem Siglingastofnun gefi sér varðandi hitastig sjávar standist ekki heldur. Farþegar hafa til þessa klæðst vinnuflotgöllum og björgunarvestum að hans sögn sem samþykkt hafi verið af Siglingastofnun. Þá sé ítrasta öryggis gætt um borð. Bátarnir séu nýjir og sérstaklega hannaðir fyrir slíkar siglingar. Þeir séu búnir tveimur aðalvélum með tvö aðskilin eldsneytiskerfi og öllum bestu siglingatækjum og öryggisbúnaði sem völ sé á.

Stefán segir að erfitt sé fyrir farþega að athafna sig í björgunarflotgöllum sem séu ætlaðir til notkunar í neyð en ekki að staðaldri. Þá gildi almennt þær reglur um slíka galla að setja þurfi þá í skoðun eftir notkun. Þeir séu í raun hliðstæðir á við fallhlífar í flugvélum. Ekki sé gert ráð fyrir að þeir séu í stöðugri notkun. Hann segir framgöngu Siglingastofnunar hafa kostað fyrirtækin sem geri út Rib-báta tugi milljóna og sett rekstur þeirra í uppnám. Þeir hafi reynt að koma með tillögur að lausnum og samvinnu í málinu en ekki fengið neinar undirtektir hjá stofnuninni. Meðal annars hafi þeir boðið starfsmönnum hennar að koma og skoða bátana en allt fyrir ekki.

Málið er nú hjá innanríkisráðuneytinu en fyrirtækin hafa kært afgreiðslu stofnunarinnar til þess. Beðið er niðurstöðu þess sem átti að liggja fyrir í byrjun maí.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is