03.06.2013 09:26Þorsteinn Pétursson Heiðraður á sjómannadaginn 2013 Konráð Þorsteinn og Snjólaug © mynd Þorgeir Baldursson 2013 Þorsteinn Pétursson. Þorsteinn
Pétursson fyrrverandi lögreglumaður og forvarnarfulltrúi er fæddur hér á
Akureyri 27. maí 1945. Foreldrar Þorsteins voru hjónin Pétur
Jónsson skósmíðameistari og Sigurbjörg
Pétursdóttir húsmóðir. Þorsteinn
var ekki gamall þegar hann tók þá ákvörðun að gerast sjómaður. Aðeins 13 ára
gamall fór hann í sína fyrstu veiðiferð á togara og eins og hann nefndi við mig
var þetta sumarvinnan hans þetta sumarið. Togarinn var Sléttbakur EA - 4 og var
Áki Stefánsson skipstjóri á skipinu. En
það fer ekki allt í lífinu eins og maður ætlar sér, kannski sérstaklega þegar
menn eru ekki eldri en 13 ár þegar ákvörðun er tekin. 1962
útskrifaðist Þorsteinn sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og strax þá um vorið, nánar tiltekið 1.
júní réði hann sig til skipasmíðastöðvar KEA og fór að læra skipasmíði. Hann
útskrifaðist sem skipasmiður í maí 1966. Um það leyti sem hann hóf störf í
skipasmíðastöðinni var verið að byrja smíði á Húna II HU - 2 en sem nú ber
einkennisstafina Húni II EA - 740 en það eru einkennisstafir Snæfells sem
Kaupfélag Eyfirðinga átti á sínum tíma og gerði út. Þorsteinn vann allan tímann
að smíði Húna II. en hann var afhentur eigendum sínum í ágúst 1963 og skal því
kannski engan undra að hann beri sterkar taugar til skipsins. Eiginkona
Þorsteins er Snjólaug Aðalsteinsdóttir frá Dalvík. Þau giftust 1966 og fluttu til
Dalvíkur ári seinna og þar starfaði hann sem lögreglumaður til ársins 1970 er
þau fluttust aftur til Akureyrar. Þau eiga þrjá syni og níu barnabörn. Þegar
hingað var komið hóf hann störf sem lögreglumaður og starfaði sem slíkur allt
fram til ársins 1986 en þá gerist hann tollfulltrúi hjá sýslumannsembættinu hér
á Akureyri og starfaði hann við það í nokkur ár en þá sneri hann aftur til starfa
í lögreglunni og varð forvarnarfulltrúi við það embætti jafnframt því sem hann sinnti starfi sem lögreglumaður allt til
starfsloka 2010. Eins
og fram kemur í skjalinu sem fylgir þessari heiðrun Sjómannafélags Eyjafjarðar
er félagið að heiðra Þorstein fyrir óeigingjarnt starf sitt vegna hans vinnu
við varðveislu og uppbyggingu gamalla báta hér á Akureyri. Þar er verkefnið
Húni II lang stærst og viðamesta verkið. 1994
var örlaga ár í sögu Húna II. Þá átti að fara að farga skipinu en sem betur fer
voru ekki allir á því að þannig ætti saga þess að enda. Hjónin Þorvaldur
Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir keyptu skipið og gerðu það haffært á ný og
gerðu það út til hvalaskoðunar frá Hafnarfirði um árabil. 2003 komu þau á skipinu til Akureyrar
og reifuðu þá hugmynd hvort ekki væri áhugi hér á svæðinu um að kaupa skipið
hingað norður. Þorsteinn Pétursson fór af stað í verkið og ári síðar, rétt
fyrir sjómannadag 2004 kom skipið hingað norður. Í kjölfar þess voru stofnuð
Hollvinasamtök Húna II og eru ófá handtökin sem unnin hafa verið um borð í
skipinu undir handleiðslu skipasmiðsins Þorsteins Péturssonar og ber honum og
öllum þeim sjálfboðaliðum í Hollvinasamtökunum gott vitni. Steini,
ég ber þér kveðjur frá sjómönnum í Sjómannafélagi Eyjafjarðar og hafðu kærar
þakkir fyrir þetta starf þitt þannig að saga þessa arms sjómennskunnar falli
ekki í gleymskunnar dá. Samantekt Konráð Alfreðsson Formaður SE
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 683 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119809 Samtals gestir: 52252 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is