03.06.2013 14:54

Útgerð Linubáta frá Neskaupstað

                   Linubátar við bryggju i Neskaupstað ©mynd þorgeir Baldursson 2012

                          Löndun úr Óla á Stað © mynd þorgeir Baldursson 2012

Sumarið 2011 komu tveir yfirbyggðir línubátar til Neskaupstaðar og hófu að gera út þaðan. Þessir aðkomubátar öfluðu vel og aflinn var stór og góður þorskur og meðafli lítill. Árangur þessara báta spurðist út og í fyrrasumar komu einir 15 bátar af þessari gerð til Neskaupstaðar og reru þaðan, þar af 8-10 sem gerðu þaðan út  um lengri tíma. Þessir bátar komu frá Sandgerði, Garði, Siglufirði, Grindavík, Eskifirði og Húsavík. Mikil ánægja ríkti með aflabrögðin enn á ný en bátarnir fiskuðu mest í svonefndri Gullkistu sem er í norðanverðu Seyðisfjarðardýpi og fóru þeir gjarnan út á 30-40 mílur.

Í fyrra fiskaði Vonin frá Sandgerði mest þessara báta en hún hóf veiðar í maí-júní og reri í Kistuna alveg fram í desember. Afli Vonarinnar á þessum tíma var 494 tonn. Næstaflahæsti báturinn var síðan Hafdís frá Eskifirði með 440 tonn. Í heildina lönduðu yfirbyggðu línubátarnir 2400 tonnum af góðum þorski í Neskaupstað á síðasta ári. 

Núna í maímánuði byrjuðu línubátarnir að tínast austur.  Alls eru komnir 6 bátar og koma þeir frá Sandgerði, Garði, Siglufirði og Eskifirði. Hafa bátarnir verið að afla vel og sem dæmi lönduðu þeir samtals 50 tonnum sl. miðvikudag. 
 Heimild www.svn.is


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is