07.06.2013 09:13

Ambassador Nýr hvalaskoðunnarbátur á Akureyri

               Ambassador á Eyjafirði i gærdag © mynd þorgeir Baldursson 2013

                         Ambassador á fullri ferð © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                    Með Akureyri i bakgrunni © mynd þorgeir Baldursson 2013

          Vignir Sigursveinsson og Magnús Guðjónsson © mynd Þorgeir Baldursson 2013

 Vignir Sigursveinsson Skipstjóri Ambassador © mynd þorgeir 2013

Nýtt hvalaskoðunnar fyrirtæki Ambassador ehf hefur verið stofnað á Akureyri og kom skipið til heimahafnar i gær frá Njarðvik þar sem að það hefur verið i endurbótum fyrir þá starfsemi sem að þvi er ætlað

Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar sem hafa áralanga reynslu af útgerð og rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja.  Sl. Haust keypti fyrirtækið bátinn Ambassador í Svíþjóð en þar hafði hann verið um nokkurra ára skeið sem skemmtisnekkja í einkaeign.   Báturinn var upphaflega byggður sem lögreglubátur og var hann þá gerður út frá Hamborg í Þýskalandi, þar sem hann var byggður árið 1971.  Á árunum 1995 - 1998 var bátnum breytt mikið og allir innviðir hans endurnýjaðir, auk þess sem vél og tæknibúnaður var tekinn upp og endurnýjaður að verulegum hluta.  

Við ætlum okkur að gera bátinn út frá Torfunesbryggjunni til hvalaskoðunarferða og sérferða ýmisskonar.   Ætlunin er að gera bátinn út árið um kring, en mestur krafturinn verður yfir sumarið þegar mestur fjöldi ferðamanna er á svæðinu. 

Við gerum ráð fyrir því að strax í byrjun skapist hér allt að 10 ársverkum og ef væntingar okkar ganga eftir gætu störfin orðið enn fleiri. 











Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is