23.06.2013 00:44

Jósup VA 450 ný ferja til Færeyja

Farþegaskip til Færeyja

Seigla hefur nú nýlokið smíði ferju fyrir Færeyinga. Ferjan er hin glæsilegasta í alla staði og haft var í fyrirrúmi að þægindi fyrir farþega yrði með sem besta móti. Ferjan rúmar yfir 70 farþega í sæti innandyra ásamt bekkjum með sætum á efra dekki fyrir a.m.k. 20 farþega. Ganghraði ferjunnar er um 22 sjómílur á klukkustund. Í reynslusiglingu var ganghraði skipsins um 32 mílur, en vegna takmarkana á hraða farþegaflutningaskipa í Færeyjum hefur nú ganghraði ferjunnar verið takmarkaður við 22 sjómílur. Stærð ferjunnar er 15 metrar að lengd og 5,20 metrar að breidd.

Eigandi Seiglu, Sverrir Bergsson, ásamt kaupendum þess og völdum gestum, sigldu skipinu út til Færeyja og reyndist skipið afar vel. Strekkingsvindur eða frá 10-15 metrum voru á leiðinni,  þrátt fyrir það reyndist unnt að sigla skipinu alla leið á um 20 mílna hraða. Töluvert hvítnaði á báru í byrjun ferðalags og var skipinu siglt móti báru fyrstu klukkustundirnar með töluverðri ágjöf. Þrátt fyrir töluverða ágjöf hélst efra dekk skipsins tiltölulega þurrt og var nánast hægt að ganga um efra þilfar þess á sokkaleistunum án þess að vökna í fæturnar. Áhöfn skipsins var ánægð með skipið og eftir því sem leið á ferðalagið var báran meira á hlið og síðustu mílurnar voru hinar þægilegustu. 

Afar strangar kröfur til brunamála, hljóðeinangrunar og stöðugleika eru gerðar til farþegaskipa sem stunda flutninga á fólki í Færeyjum og Danmörku af Dönsku siglingastofnunni. Stofnunin setur kröfur langt umfram það sem tíðkast hér á landi og flestum öðrum löndum hvað varðar þessa þætti. Öll skip Seiglu eru einangruð með kjarna og því reyndist verkið léttara að uppfylla kröfur varðandi hljóðeinangrun. Innandyra sem utan voru valin efni notuð á veggi, gólf, loft og hurðir til að uppfylla ströngustu skilyrði brunamála. Varðandi lekastöðugleika voru settir um 30 sjótankar sem samtals taka um 26,5 m3 eða um 26,5 tonn af sjó til þess uppfylla stöðugleikakröfur. Gaman er að geta þess að skipið með 70 farþega um borð og hálffulla tanka hélt eftir sem áður 22 mílna hraða á klukkustund í fyrstu farþegaferð sinni.

Farþegaskipið hefur fengið nafnið Brynhildur og er eigandi skipsins Sp/f Mykines. Mykines er í eigu Tomasar Henriksson framkvæmdastjóra og fjölskyldu hans. Mun ferjan verða notuð fyrir farþega- og birgðaflutninga frá Sørvágur til Mykines allan ársins hring. Farþegaskipið er nú þegar byrjað að sinna farþegaflutningum og hefur eigandi Seiglu, Sverrir Bergsson verið með eigendum skipsins í fyrstu ferðunum og hefur verið almenn ánægja farþega, eiganda og áhafnar með nýja skipið.

Tæknilýsing:

·      Lengd: 15 metrar.

·      Breidd: 5,2 metrar.

·      Djúprista: 1 meter.

·      Aðalvél: Tvær 700 hestafla 13L Volvo Penta vélar.

·      Siglingatæki: Öll siglingatæki eru af Simrad gerð.

·      Brúttótonn:

·      Gírkassi: ZF 325 IV

·      Ganghraði: 32 mílur

.    Vinnuhraði 22 milur 


                    Skömmu fyrir Sjósetningu © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                    Á fullri ferð á Eyjafirði © mynd þorgeir Baldursson 2013


               Glæsileg hönnun á þessari ferju © mynd þorgeir Baldursson 2013

                        Eldhús krókurinn © mynd þorgeir Baldursson 2013


          Pláss er fyrir um 70 farþega um borð i bátnum © mynd þorgeir Baldursson 2013


  Tvö salerni eru um borð © mynd Þorgeir Baldursson 2013


          Dekkplássið fyrir framan  brú er talsvert © mynd þorgeir Baldursson 2013


                          Horft aftur eftir Bátnum © mynd Þorgeir Baldursson 2013


    Siglingatækin eru af fullkomnustu gerð frá Simrad © mynd þorgeir Baldursson 2013


          Vélarrúmið tvær 700 hp 13L Volvo penta ©mynd þorgeir Baldursson 2013


Sverrir Bergsson ásamt kaupendum ferjunnar © mynd þorgeir Baldursson 2013


            Kaupin Handsöluð að islenskum sið © mynd þorgeir Baldursson 2013


Skipstjórinn i Brúnni © mynd Þorgeir Baldursson  2013


Haldið út Eyjafjörð i bliðskaprveðri áleiðis til Færeyja © mynd þorgeir Baldursson 2013


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is