22.10.2013 20:15myndasyrpa af Æfingu Slökkviliðs Akureyrar um borð i V/s TýrSlökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Þegar slökkvilið mætti á staðinn var byrjað á að ákveða bestu aðgönguleiðir með því að fara yfir teikningar af skipinu með stjórnendum og reykköfurum. Sett var upp reykvél á afturþilfari varðskipsins og fóru reykkafararnir því inn í mjög raunverulegar aðstæður. Að lokinni æfingu var farið yfir helstu niðurstöður og voru þátttakendur mjög sáttir við aðstöðuna og æfinguna í heild sinni. Einnig var farið með þátttakendum æfingarinnar um skipið og farið yfir búnað um borð er varðar slökkvistörf, sjúkraflutninga og flutningsmöguleika skipsins á mannskap og búnaði. www.kvótinn.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1114 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120240 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is