09.11.2013 00:28

Rifsnes SH selt til Canada

Hraðfrystihús Hellisands hefur selt Rifsnesið til Vísis hf  í Grindavík og mun dótturfélag þess í Kanada gera skipið  út á línuveiðar þar. 

 
Á www.skessuhorn má sjá eftirfarandi.
 
Fyrr í haust keypti Hraðfrystihús Hellissands annað línuskip í stað Rifsness af norskri útgerð. Það heitir Polarbris. Til stendur að afhenda það í Noregi í næstu viku og sigla því í framhaldinu heim til Íslands. Polarbris er 775 brúttótonn; 43 metrar að lengd, 9 metrar að breidd og smíðað 1999. Rifsnes er aftur á móti talsvert minna; 372 brúttótonn, 38 metra langt og 7,8 metrar á breidd. Það var smíðað í Noregi árið 1968 en er mikið breytt og endurnýjað síðan. "Við höfum möguleika á að vera með fleiri rekka og króka og lengra úthald. Það er nóg pláss um borð, þetta er bara spurning um afköst og gæði. Allt er þetta háð því að koma með sem bestan fisk að landi. Það er það sem skiptir máli að fara vel með fiskinn og hámarka áreiðanleikann í gæðum sem og afhendingu," sagði Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands í samtali við Skessuhorn þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Polarbris í Noregi fyrr í haust. Auk Rifsness gerir Hraðfrystihúsið út skipið Örvar SH sem er með sambærilegan skipsskrokk og Polarbris. Það var skipamiðlunarfyrirtækið BB skip Ísland sem hafði milligöngu um kaupin á Polarbris og söluna á Rifsnesi. 
                 1136-Rifsnes SH 44 © Mynd þorgeir Baldursson 2006

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is