20.11.2013 11:11

Kleifarberg með góðan afla

Frystitogarinn Kleifaberg RE hafði þegar landað rúmum tíu þúsund tonnum af afla undir lok október. Ritstjóri aflafretta.is segir að engin fordæmi séu fyrir því að skip hafi farið yfir tíu þúsund tonna markið svo snemma árs og því sé um met að ræða.

„Það sem gerir þetta enn merkilegra er að Kleifabergið er tæplega 40 ára gamalt skip,“ segir Gísli Reynisson, ritstjóri aflafrétta.is.

Síðustu tvö ár hefur Brimnes RE eitt skipa farið yfir tíu þúsund tonn og samkvæmt upplýsingum frá Gísla var skipið rétt undir tíu þúsund tonna markinu eftir síðustu löndun. Eins er Kleifaberg búið að veiða rúm 500 tonn ofan á þau 10 þúsund tonn sem höfðu komið á land í október og höfðu 10.515 tonn komið á land um miðjan nóvember, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

                  Kleifarberg RE 7 © Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is