17.12.2013 17:09

Togarajaxlar Sildarvinnslunnar i jólafri

                    Trollið tekið á Bjarti Nk 121 © mynd þorgeir 2013

           Bjarni Már Hafsteinsson  Stjórnar Gilsavindunum © þorgeir 2013

                  Gott hal inná dekk © mynd þorgeir Baldursson 2013 

Togarar Síldarvinnslunnar, Barði NK og Bjartur NK, komu að landi í gærkvöldi og í morgun og hafa þar með lokið veiðum fyrir hátíðar. Áhafnirnar munu því fara í vel þegið jólafrí en áformað er að skipin haldi til veiða á ný hinn 3. janúar.

Frystitogarinn Barði kom til hafnar í gærkvöldi og var hann með fullfermi af ufsa og karfa. Veiðiferðin hófst austur af landinu en síðan var haldið vestur og veitt í Víkurálnum. Vegna bilunar þurfti skipið að vera í þrjá daga á Ísafirði. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra aflaðist mjög vel í túrnum en tíðarfarið var hins vegar heldur rysjótt.

Ísfisktogarinn Bjartur kom til hafnar í morgun. Aflinn var blandaður, um 66 tonn af þorski og 22 tonn af grálúðu. Skipið var á veiðum í Seyðisfjarðardýpi og á Digranesflaki. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra var fínasta fiskirí í túrnum eins og reyndar hefur verið að undanförnu. Nóg virðist vera af þorski og tiltölulega auðvelt að ná honum en heldur fyrirhafnarmeira er að ná grálúðunni.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is