18.12.2013 09:26

Skálaberg RE 7 Selt til Grænlands

                   Skálaberg RE 7 © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                      Skálaberg RE mynd þorgeir Baldursson 2013

Frystitogari Brims hf, Skálaberg RE 7 hefur verið seldur til Grænlands á næsta ári. Kaupandi er Artic Prime Fisheries í Qagortog, en Brim á minnihluta í fyrirtækinu.

Skipið verður gert út frá Grænlandi með þarlendri og íslenskri áhöfn. Brim keypti togarann fyrir þrjá og hálfan milljarð króna frá Argentínu fyrir rúmu ári. Skálberg RE 7, er eitt fullkomnasta veiðiskip íslenska flotans. Það kom hingað til lands í maí, en hefur legið hér við bryggju í Reykjavík allar götur síðan. „Þegar við keyptum það, þá höfðum við trú á því innan íslensku lögsögunnar, en núna er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þetta skip á Íslandi og það verður selt erlendis á næsta ári,“ segir Guðmundur. 

Guðmundur segir að það sé breytt landslag í sjávarútveginum. „Aðalatriðið er það að nú er farið að skattleggja sjávarútveginn eftir þorskígildisstuðlum. Eina sem þeir segja er verðmæti þorsktefunda yfiir hafnarkantinn og að skattleggja okkur eftir því gerir rekstur svona stórra og dýrra skipa vonlausan á Íslandi. Það er ekkert tekið tillit til fjárfestingarinnar í þessari fjárfestingu. Þetta er annað árið hjá okkur núna sem við erum að ganga í gegnum þetta og við sjáum ekki grundvöllinn lengur.“ Heimild Ruv.is

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is