19.12.2013 16:54

1sæti i Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Vikings

  Kristinn Snæbjörnsson fylgist með Höfuðlinustykkinu © þorgeir 2013

  Myndin sem að hafnaði i fyrsta sæti 

Ljósmyndakeppni sjómanna 2013

Að þessu sinni fengum við vel á annað hundrað ljósmyndir frá meira en tíu einstaklingum.

 Valið var erfitt, ekki aðeins vegna fjölda mynda heldur einnig vegna þess hversu góðar þær voru. 

Um það vorum við allir fjórir í dómnefndinni sammála. En hættum þessu tali og snúum okkur að úrslitum.

Eftir óvenjumikil átök innan dómarakvartettsins stóðum við að lokum uppi með 15 myndir er halda áfram í Norðurlandakeppnina.

Við hefðum þess vegna getað sent 30 eða 40, svo góðar voru hinar er eftir sátu.

Þeir sem áttu þessar fimmtán ljósmyndir eru Davíð Már Sigurðsson, Guðmundur St. Valdimarsson, Hlynur Ágústsson,  Jón Kr. Friðgeirsson, Svavar Gestsson og Þorgeir Baldursson.

Er þá komið að úrslitum. Í fyrsta sæti hafnaði Þorgeir Baldursson en í öðru og þriðja sæti eru Hlynur Ágústsson og Davíð Már Sigurðsson.

Við óskum þremenningunum til hamingju, einnig þeim er fara með þeim í Norðurlandakeppnina, og þökkum öllum þátttökuna og frábærar myndir.

Að lokum þakkar Víkingurinn  dómurum og starfsmanni góð og ósérhlífin störf.

Gleðileg jól.

 

Mynd Þorgeirs Baldurssonar er hafnaði í fyrsta sæti.

 

Hlynur Ágústsson hreppti annað sætið með þessu portretti.

 

Þessi mynd Davíðs Más Sigurðssonar varð í þriðja sæti.

 

 

Dómarar frá vinstri,

Jón Hjaltason,

Pálmi Guðmundsson, ritstjóri síðunnar  ljósmyndari.is,

Ægir Steinn Sveinþórsson, er að þessu sinni fyllti skarð Árna Bjarnasonar,

Hilmar Snorrason, sem er maðurinn á bak við tjöldin og kallar sig starfsmann dómaranna,

og Jón Svavarsson ljósmyndari.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is