28.12.2013 07:25

2197-Örvar SK 2 seldur til Rússlands

              2197-Örvar SK 2 ©Mynd Þorgeir Baldurson 2013

          2197-Blængur NK 117 © Mynd þorgeir Baldursson

sjávarútvegur Sjávarútvegsfyrirtækið FISK-Seafood á Sauðárkróki hefur selt frystitogarann Örvar SK-2 úr landi. Vegna sölu skipsins er 30 manns sagt upp störfum. Ástæða sölunnar er áherslubreyting í starfsemi fyrirtækisins með eflingu landvinnslu á kostnað frystingar og vinnslu á sjó.

Fyrirtækið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis um hádegisbil í gær, en hvorki Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk-Seafood, né Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri félagsins, vildu gefa frekari upplýsingar en gefnar eru í annars ítarlegri tilkynningu.

Þar segir að viðunandi kauptilboð hafi borist í skipið og frágangur samninga standi yfir, en heimildir Fréttablaðsins eru að skipið verði selt til Rússlands. Stefnt er að því að skipið verði afhent nýjum eigendum í febrúar, en uppsagnarfrestur áhafnar Örvars er frá einum og upp í sex mánuði.

Þar segir jafnframt að þó svo að starfsmönnum fyrirtækisins geti fækkað tímabundið sé ljóst að til lengdar muni þeim fjölga. Ástæðan er sú áherslubreyting í starfsemi fyrirtækisins sem er ástæða sölu skipsins.

Sverrir Kjartansson, skipstjóri á Örvari, gat ekki veitt Fréttablaðinu upplýsingar um framtíð áhafnar skipsins hjá fyrirtækinu. Fréttir af sölu skipsins bárust honum fyrst í gærmorgun. „Við vitum ekki neitt. Það var bara hringt í okkur í morgun og við látnir vita af þessu.“

Þórarinn Sverrisson, formaður stéttafélagsins Öldunnar, hafði aðeins nýlega frétt af sölu skipsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði að væntanlega hefði áhöfnin misst sitt skipsrúm og hann hefði ekki heyrt í neinum þeirra um framhaldið, né heldur forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Stefna FISK er að draga úr vægi frystingar og vinnslu á sjó, en efla í staðinn landvinnslu sem býður upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu alls hráefnis, segir í tilkynningu félagsins.

Undirbúningur að þessari breytingu er þegar hafinn, til dæmis með byggingu þurrkverksmiðju á Sauðárkróki. Jafnframt á FISK dótturfyrirtæki, sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun er snúa að eftirliti og eflingu gæða á lokaafurðum fyrirtækisins.

Örvar Sk var smiðaður i Vigo á spáni 1993 og var keyptur til Sildarvinnslunnar i Neskaupstað sama ár og var i eigu þeirra til 1998 er skipið var selt til Fisk-Seafood

Fyrsti skipstjóri var Helgi Valdimarsson og stýrimaður Steinþór Háldánarsson 

Samkvæmt Heimild Fréttablaðsins 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is