31.12.2013 17:59

Þorbjörn H/F Fækkar frystitogurum

Þorbjörn fækkar frystitogurum

Hrafn Sveibjarnarsson Gk 255 mynd þorgeir Baldursson

Þorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt. Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endurráðningar , vegna breyttrar útgerðar. Langflestir verða endurráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrirtækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum.

„Verið er að hanna lengingu og breytingar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni og verður verkið væntanlega boðið út á næstunni,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í samtali við kvotinn.is
„Í kjölfarið fylgja fleiri breytingar, en þegar þeir settu þessi ofurveiðigjöld á í fyrra var varað við að það hlyti að hafa einhverjar afleiðingar. Notast er við þorskígildisstuðla sem eru mjög ósanngjarnir og beinlínis rangir. Ekki reiknaðir rétt út miðað við afkomu af nýtingu hverrar tegundar fyrir sig. Fyrir vikið koma veiðigjöldin mjög harkalega niður á frystitogurunum. Við erum því að vinna að hagræðingu á þeim hluta útgerðarinnar hjá okkur. Það mun leiða til þess að við munum fækka um einn frystitogara, þegar Hrafn Sveinbjarnarson kemur úr þessum breytingum. Við teljum að með þessum skipulagsbreytingum  getum við tekið aflann á færri skip en við höfum gert og erum að leita leiða til að minnka kostnað til að standa af okkur þessa ofurskattlagningu, sem síðasta ríkisstjórn kom á, beinlínis ofaní verulegar verðlækkanir á mörkuðum fyrir sjávarafurðir, og versnandi afkomu þess vegna. Áhöfnum frystiskipanna verður sagt upp en við endurskipuleggjum útgerð þeirra tveggja skipa sem eftir verða, þannig að langflestir sjómannanna verða endurráðnir. Við styttum inniverur og það verða tvær áhafnir á hvoru skipi. Við erum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum, það hafa margir gert þetta á undan okkur.
Við höfum jafnframt verið að auka fiskvinnslu í landinu, en á síðustu fjórum árum hefur hún tvöfaldast. Þetta höfum við verið að gera hægt og hljótt og á árinu sem er að ljúka erum við að vinna úr um 11.000 tonnum af fiski uppúr sjó samtals. Það er mest þorskur, en einnig ýsa, keila og langa. Sá fiskur kemur af línubátunum, en svo vinnum við einnig mikið af hausum í Haustaki, sem við eigum hlut í,“ segir Eiríkur.
Nú gerir Þorbjörn út þrjá frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson, Hrafn og Gnúp og fjóra línubáta,  Ágúst, Sturlu, Tómas Þorvaldsson og Valdimar.
Á meðfylgjandi mynd er frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson, sem fer í lengingu og aðrar breytingar á næsta ári

.Heimild.www.Kvótinn.is

mynd Af Hrafni Sveinbjarnarssyni Gk 255 Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is