04.01.2014 17:01

Leki að linubát á Isafjarðardjúpi

Þrjú skip eru nú komin að línuskipinu Þorláki ÍS sem leki kom að fyrr í dag á Ísafjarðardjúpi. Það eru fiskiskipið Hálfdán ÍS sem kom fyrst á staðinn, björgunarskipið Gunnar Friðriksson og Fríða Dagmar ÍS. Þá er togarinn Páll Pálsson ÍS á leiðinni á staðinn.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað og er önnur þeirra á Ísafirði til taks ef á þarf að halda en hinni var snúið við til Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Skipin eru stödd undir Grænuhlíð og má gera ráð fyrir að byrjað sé að dæla sjó úr Þorláki ÍS. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru 14 manns um borð í skipinu og var gert ráð fyrir því að flytja áhöfnina frá borði ef þurfa þætti. Slæmt veður er á staðnum og var talsverður sjór kominn í vélarrúm skipsins. Þorláki ÍS verður síðan væntanlega fylgt til Ísafjarðar.

Frétt mbl.is: Sjór kominn upp á miðja vél

Frétt mbl.is: Þyrlur á leið að leku skipi

                           Þorlákur is 15 © mynd þorgeir Baldursson

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is