06.01.2014 16:21

Fréttir af vef sildarvinnslunnar

Eftir hátíðar létu skip Síldarvinnslunnar úr höfn föstudaginn 3. janúar. Ísfisktogarinn Bjartur hélt til hefðbundinna veiða og er ráðgert að hann komi til löndunar á morgun, þriðjudag. Frystitogarinn Barði mun hefja sína veiðiferð á grálúðumiðum austur af landinu. Börkur tók þátt í loðnuleit nokkurra veiðiskipa og kom að landi í morgun. Birtingur hélt til síldveiða suðaustur af landinu og kom hann til löndunar í morgun með um 330 tonn sem fengust í nokkrum köstum. Er síldarafli Birtings fyrsti farmur ársins sem kemur til vinnslu í Neskaupstað. 

 

Skipin sem leituðu að loðnu fundu hana í gær og láta vel af því sem sást. Loðnan fannst um 60 sjómílur norðvestur af hinu skilgreinda trollhólfi en ekkert veður er til nótaveiða. Loðnuskipin eru nú komin í land og bíða þess að veður lagist eða að loðnan gangi inn í trollhólfið. Má telja líklegt að sú bið taki 3-4 daga.vi þetta er að bæta að Aðalsteinn Jónsson Su kom til Akureyrar

i morgun ásamt öðru skipi og eitt skip mun hafa farið til Þórshafnar 

       1293- Birtingur Nk 124 © mynd þorgeir Baldursson 2013

      2699 Aðalsteinn Jónsson Su 11 © mynd þorgeir Baldursson 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is