07.01.2014 00:20

40 ára gamall frystitogari aflahæðstur

Kleifarbergið RE aflahæðst frystitogara

já Víðir Jónsson og hans áhöfn á Kleifaberginu RE sem er 40 ára um þessar mundir geta vel tekið gleði sína núna því niðurstaða er kominn í afla hjá togaranum á móti Brimnesi RE.  

 

22 tonna munur !

niðurstaðan  11246 tonn hjá Kleifaberginu RE á móti 11224 tonn hjá Brimnesinu RE.  Ekki nema 22 tonna munur .

 

 

ekki nema 22 tonna munur er ansi fáheyrt þegar að tvo skip fiska þetta mikið og er þetta því vægast sagt ótrúlegt svo ekki sé meira sagt

              Kleifarberg RE 7 © mynd þorgeir Baldursson 2012

Ótrúlegur samanburður á milli skipanna

Að bera saman aflann á milli þessara tveggja skipa er í raun ótrúlegt.  fyrir það fyrsta þá dregur Brimnes RE tvö troll á meðan að Kleifaberg RE dregur eitt troll.  Annað er að Brimnes RE fór á makrílveiðar og fiskaði um 3 þúsund tonn af því, enn Kleifaberg RE var einungis  á botnfiskveiðum.

 

Svo ekki sé talað um að Brimnes RE er ekki nema 12 ára gamall togari á móti að Kleifaberg RE er 40 ára gamall.  í raun er það þannig að bera saman Brimnes RE og Kleifaberg RE er eins og að bera saman hvítt og svart.  bara tveir hlutir.  Aðalvélin í Brimnesi RE er 8 þúsund hestöfl á móti 3 þúsund hestöflum í Kleifabergi RE.  Togkrafturinn í Kleifabergi RE er ekki nema 43 tonn á móti 98 tonnum í Brimnesi RE

 

Að sögn Víðis Jónssonar skipstjóra þá á áhöfninn allan heiðurinn af þessum metafla því hún var dugleg að keyra fiskinn í gegnum vinnslulínur í skipinu.  Skipið fór í Barnetshafið og var stærsta löndun togarans 1028 tonn.

 

Glæsilegt ár hjá þessum öldungi í íslenska frystitogaraflotanum og er ekki annað hægt enn að óska áhöfn skipsins til hamingju með glæsilegt aflaár.

 

http://www.aflafrettir.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is