|         Jón og Gunna vinna i fiskvinnslu Gjögurs á Grenivik  © þorgeir  Gjögur hefur ákveðið að endurnýja hluta af vinnslubúnaði í fiskvinnsluhúsi fyrirtækisins á Grenivík og mun afkastagetan aukast í kjölfarið, auk þess sem gert er ráð fyrir aukinni hagræðingu og skilvirkni. Búnaðurinn var keyptur frá hátæknifyrirtækinu Völku ehf. Um er að ræða röntgenstýrða beina- og bitaskurðarlínu ásamt forsnyrtilínu og afurðarflokkara sem pakkar ferskum vörum sjálfvirkt í kassa. Með kaupunum verður fiskvinnsluhús Gjögurs eitt það sjálfvirkasta á landinu auk þess sem sveigjanleiki í framleiðslu eykst til muna. Frá þessu er sagt í blaðinu Vikudegi á Akureyri.Auk þess að vinna fisk á Grenivík rekur Gjögur saltfiskvinnslu í Grindavík og gerir úr uppsjávarveiðiskipið Hákon EA og togbátana Áskel EA og Vörð EA.
 Heimild www.kvotinn.is  |