10.01.2014 17:48

Loðnufréttir i dag

                     Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 

„Heyrðu. Það er engin mynd komin á þetta ennþá. Hvorki hvað mikið er af henni hérna, né hvernig loðnan er. En við vitum hvernig veðrið er. Það er kalda fýla og spáir brælu í kvöld. Við erum rétt búnir að hífa fyrsta holið og vorum með 170 til 180 tonn,“ sagði Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni EA nú í morgun, þegar kvotinn.is sló á þráðinn til hans.

Tíu loðnuskip voru þá á miðunum að meðtöldu grænlenska skipinu Polar Amoroq. Hin skipin eru auk Hákons, vinnsluskipin Aðalsteinn Jónsson SU, Guðmundur VE og Vilhelm Þorsteinsson EA. Önnur skip eru Faxi RE, Ingunn, Börkur, Jóna Eðvalds og Heimaey. Skipin voru komin á miðin við Kolbeinsey í gær og máttu hefja veiðar á miðnætti. Jón Þór sagði að flest skipanna væru búin að hífa einu sinni. Menn væru lítið búnir að leita fyrir sér og veðrið setti strik í reikninginn.
Þeir á Hákoni frysta alla sína loðnu nú vegna verðlækkana á loðnu til bræðslu og það munu vinnsluskipin væntanlega öll gera. Hin skipin sem eru með kælitanka munu væntanlega landa sínum afla í fiskiðjuverjum á Þórshöfn í Neskaupstað og Hornafirði til frystingar þar. Heimild www.kvotinn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is