14.01.2014 08:48

15 tonn á fyrstu lögn við Nýfundaland

  © mynd Rúnar þór Björgvinsson 2014

linan dregin ©mynd Rúnar Þór 2014

Fiskistofumenn í Kanada ræða við Óla Björn í brúnni á Ocean Breeze.

Þeir eru með nokkuð frábrugðinn búnað frá starfsbræðrum sínum á Íslandi

og eru byssurnar líklega það sem gerir mesta muninn.

mynd Rúnar Þór 

Þetta gekk bara ljómandi vel, þó mannskapurinn sé ekki allur vanur. Við vorum því allir á dekki og lögðum línuna í tvennu lagi í leiðinda veðri. Aflinn var alveg þokkalegur, um 15 tonn. Við þurfum sennilega að fara á dýpra vatn en núna, allt niður fyrir 200 faðmana, en þeir segja að þorskurinn haldi sig á meira dýpi yfir veturinn,“ sagði Óli Björn Björgvinsson, skipstjóri á Ocean Breeze í samtali við kvotinn.is í gærkvöldi. 

Ocean Breeze er línubeitningarbátur í eigu dótturfyrirtækis Vísis hf. í Grindavík, sem er í útgerð og fiskvinnslu á Nýfundnalandi í Kanada. Þetta er í fyrsta sinn sem veiðar af þessu tagi eru reyndar þar um slóðir á þetta stórum bát, en hann hét áður Rifsnes og var í eigu Hraðfrystihúss Hellissands. Daðey, 14 tonna yfirbyggður beitningarvélarbátur, kannaði slóðina reyndar að hausti til fyrir nokkrum árum og gekk þokkalega. Ocean Breeze kom til Nýfundnalands í byrjun árs eftir siglingu frá Grindavík, en gert er út frá Bænum Fortune á sunnanverðu Nýfundnalandi.
Þegar kvotinn.is ræddi við Óla Björn voru þeir voru þeir að leggja af stað í sinn annan róður þar vestra.Óli Björn segir fara þurfi með línuna dýpra en þegar Daðeyin var að reyna fyrr sér og nú hafi þeir verið að leggja allt niður á 180 faðma og gengið vel að draga línuna og ljóst sé að þarna sé þorskur. Það þurfi bara að anna miðin betur og mannskapurinn að slípast til og þá muni veiðarnar örugglega ganga vel. „Við erum fullir bjartsýni,“ sagði Óli Björn Björgvinsson.
Á meðfylgjandi mynd er mannskapurinn að draga línuna, en ljósmyndarinn er Rúnar Þór Björgvinsson, stýrimaður.

Heimild Kvotinn.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is