16.01.2014 19:43Helga Maria AK 16 úr fyrsta túr sem Isfisktogari
,,Við erum hæstánægð með árangurinn. Búnaðurinn reyndist framar vonum. Það komu upp smávegis vandkvæði eins og gengur en það er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK, eftir að skipið kom til hafnar í Reykjavík eftir sína fyrstu veiðiferð sem ísfisktogari. Veiðiferðin hófst sl. föstudagskvöld. Fyrirhugað var að reyna karfa- og ufsaveiðar fyrir SV landi en þar sem veður var slæmt svo til alla veiðiferðina reyndist ekki unnt að fara á miðin út af Reykjanesi. ,,Við vorum mest að veiðum út af Snæfellsjökli. Vindhraðinn var þetta frá 20 og upp í 25 metra á sekúndu en sjólagið í skjóli við jökulinn var mun skárra en utar. Mest vorum við að veiðum á hinni svokölluðu ,,Flugbraut“ sem nær upp að fjórum sjómílum frá landi og aflinn var ágætur. Við vorum með um 60 tonn í túrnum, mest karfa. Undir lok veiðiferðarinnar gekk veðrið heldur niður og þá gátum við sótt dýpra,“ segir Eiríkur. Að sögn skipstjórans reyndist kælibúnaðurinn og flokkarinn mjög vel og hann segir að einu vandamálin hafi verið í fiskmóttökunni. Þau lýstu sér þannig að í þeim mikla veltingi, sem var í veiðiferðinni, átti fiskurinn til að detta út af færibandinu.
Lestarbönd eru frá Vélsmiðjunni Þór og Flokkarinn frá Marel og 3X sem að er samstarfverkefni þessara tveggja fyrirtækja Meiri upplýsingar um 3X eru á heimasiðunni þeirra www.3x.is Myndirnar úr þessariveiðiferð tók Albert Högnasson einn eigenda 3X Stál og léði heimasiðunni til birtingar
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is