12.02.2014 23:13

Börkur Nk og Hákon EA á Neskaupsstað

                    Hákon EA 148 og Börkur NK 122  mynd þorgeir 2014

                Börkur siglir með siðunni á Hákon mynd þorgeir 2014

                             Samsiða mynd  þorgeir 2014

              Báðir klárir við Bræðsluna mynd þorgeir 2014

Loðnubátarnir hafa verið að veiðum út af Skarðsfjöru og þar fyrir vestan en í morgun fann Börkur NK loðnutorfur mun austar eða um 10 mílur vestan við Ingólfshöfða.

Börkur kastaði þegar og fékk á milli 400-500 tonn í fyrsta kasti.

Þegar heimasíðan ræddi við Sturlu Þórðarson skipstjóra var hann með næsta kast á síðunni og taldi að eitthvað minna væri í því.

„Ég gæti best trúað því að við höldum heim á leið eftir að við ljúkum að dæla úr þessu kasti“, sagði Sturla.

„ Það virðist vera svolítið af loðnu hérna, þetta er allavega eitthvað juð. Ég held að bátarnir sem voru fyrir vestan okkur séu að keyra í þetta“.

Loðnan sem Börkur er að fá þarna virðist vera ágæt og henta vel til manneldisvinnslu. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is