14.02.2014 16:26

Varðskipið Týr i leigu til Svalbarða

 

Steingrimur Erlingsson og Georg Lárusson ©Lhg.is

 Frá undiritun Samningsins i dag

Týr ©  Mynd Árni Sæberg 

Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu í dag fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu Tý, frá byrjun maí nk. Skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.  Sýslumaðurinn á Svalbarða fer með yfirstjórn allrar stjórnsýslu sem lýtur að aðkomu norska ríkisins á Svalbarða, þar með talið löggæslumál til sjós og lands, leit og björgun og umhverfismál.

Landhelgisgæslan hefur leitast við að koma eldri varðskipum í tímabundin verkefni þar sem ekki er fyrir hendi fjármagn til að halda úti rekstri þeirra hér við land eins og á stendur nú.  Mun þessi samningur styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar, ekki hvað síst útgerð varðskipsins Þórs og þar með efla möguleika varðandi leit og björgun hér á heimaslóðum.  Landhelgisgæslan hefur beint og óbeint sinnt verkefnum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða gegnum árin en mikið samstarf hefur verið milli þyrlusveitar Sýslumannsins og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Landhelgisgæslan telur afar mikilvægt að efla samstarf leitar- og björgunaraðila á Norður-Atlantshafi og því skapar þessi samningur enn frekari möguleika á að efla samstarf milli Svalbarða og Íslands um öryggismál á Norðurslóðum.

Eins og áður segir er um tímabundna leigu að ræða þar til nýtt skip Fáfnis sem nú er í smíðum í  Noregi verður fullbúið, en það skip er fyrsta sérhæfða skip Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla og er sérstaklega hannað til að sinna verkefnum á norðlægum slóðum.  Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur haslað sér völl á sviði þjónustu við olíurannsóknir og olíuvinnslu á Norðurslóðum og hyggst enn frekar færa út kvíarnar á þeim vettvangi.  Fyrirtækið hefur gert samning við Sýslumanninn á Svalbarða um gæsluverkefni í kringum eyjarnar næstu tíu árin og mun nýta hið nýja skip til þeirra verk

Heimild Landhelgisgæslan www.lhg.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is