Sérstakur Húnasöngur sungin á hverjum viðkomu stað Bátsins
|
Húni kemur úr Hringferðinni © mynd þorgeir 2013
|
Hljómsveitin spilaði inn Eyjafjörðinn © mynd þorgeir 2013
|
Komnir heim Davið Hauksson kastar springnum i land ©mynd þorgeir 2013
|
Tónleikar um kvöldið mikil og flott stemming ©mynd þorgeir 2013
|
Eins og sjá mátti var bakkinn fullur af fólki sem að skemmti sér vel
|
Allir listafólkið fékk Málverk Frá Stefáni Þengilssyni að gjöf |
|
|
|
|
|
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú.
Þrjú menningarverkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár: Verksmiðjan á Hjalteyri, Skrímslasetrið á Bíldudal og Áhöfnin á Húna. Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handhafi Eyrarrósarinnar 2013. Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II.
Í fréttatilkynningu segir að Áhöfnin á Húna hafi vakið mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins. Ríkisútvarpið fylgdi siglingunni eftir með beinum útsendingum frá tónleikum áhafnarinnar sem og sjónvarps- og útvarpsþáttagerð þar sem landsmönnum öllum gafst tækifæri til að fylgjast með ævintýrum áhafnarinnar. Húni II hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og er samstarf hans við tónlistarfólkið í Áhöfninni á Húna liður í að efla það enn frekar. Heimild Mbl .is myndir Þorgeir Baldursson
|