15.02.2014 15:26

Áhöfnin á Húna EA hlýtur Eyrarrósina

                 Áhöfnin á Húna ásamt Dorrit  © mynd Árni Matt 

     Áhöfn Húna sem að fór ferðina © mynd þorgeir Baldursson 2013

      Sérstakur Húnasöngur sungin á hverjum viðkomu stað Bátsins 

          Húni kemur úr Hringferðinni © mynd þorgeir 2013

       Hljómsveitin spilaði inn Eyjafjörðinn © mynd þorgeir 2013

Komnir heim Davið Hauksson kastar springnum i land ©mynd þorgeir 2013

   Tónleikar um kvöldið mikil og flott stemming ©mynd þorgeir 2013

 Eins og sjá mátti var bakkinn fullur af fólki sem að skemmti sér vel

   Allir listafólkið fékk Málverk Frá Stefáni Þengilssyni að gjöf 

 

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú. 

Þrjú menningarverkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár: Verksmiðjan á Hjalteyri, Skrímslasetrið á Bíldudal og Áhöfnin á Húna. Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handhafi Eyrarrósarinnar 2013. Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. 

Í fréttatilkynningu segir að Áhöfnin á Húna hafi vakið mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins. Ríkisútvarpið fylgdi siglingunni eftir með beinum útsendingum frá tónleikum áhafnarinnar sem og sjónvarps- og útvarpsþáttagerð þar sem landsmönnum öllum gafst tækifæri til að fylgjast með ævintýrum áhafnarinnar. Húni II hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og er samstarf hans við tónlistarfólkið í Áhöfninni á Húna liður í að efla það enn frekar. Heimild Mbl .is myndir Þorgeir Baldursson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997347
Samtals gestir: 48683
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:07
www.mbl.is