17.02.2014 08:55

Selja tvö skip úr landi

                      Guðmundur Ve 29© mynd þorgeir Baldursson

                 Þorsteinn ÞH 360 ©mynd þorgeir Baldursson  2012

Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á fjölveiðiskipinu Þorsteini ÞH og uppsjávarfrystiskipinu Guðmundi VE úr landi.

Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu síðan í ágúst í fyrra kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning um kaup á skipi sem er í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi.

Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs.

„Gera má ráð fyrir að hið nýja skip leysi tvö af eldri skipum félagsins af hólmi, með tilheyrandi lækkun olíu- og launakostnaðar,“ segir í tilkynningu frá félaginu í ágúst í fyrra.

„Fyrirhugað er að félag í eigu Royal Greenland A/S, Ísfélags Vestmannaeyja hf. og annarra aðila eignist og geri út skipin. Royal Greenland er elsta og þekktasta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands.

Skipin verða gerð út á Grænlandsmið eftir að þau hafa verið afhent nýjum eiganda síðar á árinu,“ segir í tilkynningu nú frá Ísfélagi Vestmannaeyja.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is