20.02.2014 17:33

Seigla smiðar tvo 30 tonna báta fyrir Stakkavik i Grindavik

         Sverrir Bergsson fyrir framan Nýjasta Bátinn frá Seiglu

          Engin smá smiði  enda 30 brt 

              Sama teikning og Saga K sem að er i útgerð i Noregi

                                Saga K kominn á flot á Akureyri 

Það er nóg að gera hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri um þessar mundir. Hæst ber hjá þeim smíði á tveimur krókabátum af stærstu gerð fyrir Stakkavík í Grindavík. Þá mun Seigla afhenda tvo báta til Noregs í febrúar og mars og þrjá báta innan lands á næstunni, einn til Frakklands og loks er nýbúið að afhenda bát til Færeyja.

Sverris Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu, er því bara nokkuð ánægður með gang mála hjá fyrirtækinu, en þar eru 30 manns við vinnu.
„Það er fínt að gera hjá okkur,“ segir Sverrir í samtali við kvotinn.is. „Við erum smíða tvö skip fyrir Stakkavík. Þau eru í nýja krókakerfið sem eru bátar undir 30 brúttótonn og allt að 15 metrar að lengd. Þetta eru stærstu 30 brúttótonna skipin sem framleidd verða. Þau eru byggð á skipi, sem við byggðum fyrir Íslendinga, sem eru í útgerð í Noregi, sem heitir Esköy og báturinn Saga K. Þetta er sami skrokkur en útfærður að íslenskum aðstæðum. Það má eiginlega segja að þetta séu verksmiðjur með gríðarlega góða aðstöðu fyrir áhöfnina. Í bátnum verða fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, fullkomið og gott eldhús. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina. Báturinn verður með beitningarvél frá Mustad og vel tækjum búinn og mikið pláss á dekki. Að sjálfsögðu verður lestin gríðarlega stór, tekur 48 kör eða um 24 tonn. Staðan á smíðinni er góð. Skrokkurinn af öðrum bátnum er þegar uppsteyptur og búið að leggja kjöl að hinum. Það er svo stefnt að því fyrri báturinn verði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust,“ segir Sverrir.
Bátar af þessari stærð með öllum búnaði, beitningarvél og öllum tækjum í brú kosta í kringum 200 milljónir króna að hans sögn.
„Svo eru að fara tvö skip frá okkur til Noregs á næstu mánuðum, við erum að vinna í bát núna, sem fer á Borgarfjörð eystri og öðrum sem fer á Flateyri. Þetta eru svokallaðir e-bátar sem eru þriggja metra breiðir. Annar er 11 metra langur og hinn 11,4. Við erum að smíða 10 metra langan bát fyrir Frakka og að vinna í bát fyrir sjóstangaveiði sem er fyrir félag á Akranesi og þess má svo geta að við afhentum nú í janúar þjónustubát fyrir fiskeldi fyrir Færeyinga. Það er því bara bjart yfir okkur,“ segir Sverrir Bergsson.
Á meðfylgjandi mynd er Sverrir Bergsson fyrir framan fyrri Stakkavíkurbátinn. Eins og sjá má er hann í stærra lagi. Ljósmyndir Þorgeir Baldursson.

www.kvotinn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is