25.02.2014 16:47

Nýr Börkur til Sildarvinnslunnar

           Malene S verður 2865-Börkur NK 122 Mynd þorgeir 2014 

            Eins og sjá má er skipið hið Glæsilegasta mynd þorgeir 2014

Síldarvinnslan hefur fest kaupa á norska uppsjávarveiðiskipinu Malene S en Börkur NK 122 gengur upp í kaupin.  Skiptin á skipunum munu fara fram miðvikudaginn 25.febrúar nk. og mun nýja skipið fá nafnið Börkur NK 122.

 

 


Malene S er glæsilegt skip, smíðað í Tyrklandi og var afhent hinum norsku eigendum í desembermánuði árið 2012.  Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd.  Aðalvél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveimur ljósavélum 1760 KW og 515 KW.  Skipið er búið svo kölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra skipið eingöngu með ljósavél og kúpla út aðalvélinni.

Skipið er búið öflugum hliðarskrúfum 960 KW og er vel búið til tog-  og nótaveiða.  Burðargeta skipsins er 2500 tonn, skipið er búið öflugum RSW kælibúnaði eða 2 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli.   Ekkert fer á milli mála að hið nýja skip verður á meðal best búnu og glæsilegustu fiskiskipa íslenska flotans. 

Allur aðbúnaður áhafnar er eins og best verður á kosið, í áhöfn skipsins verða 7-8 menn á trollveiðum og 10-11 á nótaveiðum.

Börkur NK gengur upp í kaupin eins og fyrr greinir en Síldarvinnslan festi kaup á honum í febrúarmánuði árið 2012.  Börkur var byggður árið 2000 og er 2190 tonn af stærð.  Lengd skipsins 68,3 metrar og breidd 14 metrar.  Burðargeta Barkar er 1750 tonn, skipið hefur reynst afar vel í þau tæplega tvö ár sem það hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar hf.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri segir eftirfarandi um skiptin:

„Á síðastliðnum  mánuðum erum við búnir að skipta út báðum uppsjávarskipum okkar Berki og Beiti.  Við vorum vissulega með góð skip en stærsti munurinn í þessum skiptum felst  í því að við erum að fá mun hagkvæmari skip hvað snertir olíunotkun og vonast ég til að sjá allt að þriðjungi minni olíunotkun á nýju skipunum.  Sem dæmi þá var gamli Beitir með 11 þúsund hestafla vél en sá nýi er búinn tveimur 3200 hestafla aðalvélum þar sem dugir að keyra á annarri.  Gamli Börkur var með 7500 hestafla aðalvél en nýi Börkur er með 5800 hestöfl, auk þess sem hann getur keyrt eingöngu á ljósavél sem er 2300 hestöfl.   Samantekið þýðir þetta að við þurfum að ræsa 5500 hestöfl til að færa skipin á milli staða í stað 18500 hestafla áður.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is