Baldvin NC 100 á Flæmska hattinum © mynd þorgeir
Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, er kominn til hafnar á Akureyri þar sem lokið verður við breytingar á skipinu.
„Slippurinn á Akureyri mun klára vinnu við ýmsan búnað sem setja þarf í skipið samhliða lengingunni á því en það hefur verið lengt um 14 metra,“ segir Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri DFFU.
Verkið kostar á bilinu 5 til 6 milljónir evra og segir Óskar að ýmis búnaður og tæki hafi verið keypt á Íslandi og því hafi skipinu verið siglt heim til að ljúka yfirhalningu þess. Baldvin hét áður Baldvin Þorsteinsson og sigldi þá undir merkjum Samherja.
|