I gær hófst stærsta sjávarútvegssýning heims sem haldin er í Brussel í Belgíu á hverju ári. Sýningin stendur yfir dagana 6. til 8. maí og líkt og undanfarin ár mun HB Grandi kynna þar framleiðsluvörur sínar.
,,Þetta er tíunda sinn sem við tökum þátt undir okkar eigin vörumerki,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, í samtali á heimasíðu félagsins.
Alls munu um 20 starfsmenn félagsins taka þátt í þessum viðburði og standa vaktina á sýningarbás félagsins. HB Grandi verður sem fyrr á sama stað (sýningarbás 839-1 í höll 6) á svæði sem Íslandsstofa skipuleggur.
,,Þetta er auðvitað mjög mikilvæg sýning fyrir okkur, bæði til að hitta núverandi viðskiptavini og nýja. Það, sem verður nýtt hjá okkur að þessu sinni, er að við kynnum vörur frá dótturfyrirtæki okkar Vigni G. Jónssyni og þurrkaðar afurðir, sem bætast við í kjölfar samruna við Laugafisk. Þá munum við sömuleiðis kynna með stolti þá alþjóðlegu vottun sem við, Íslendingar, höfum fengið á veiðar á gullkarfa með sjálfbærum hætti,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson.
Sjávarútvegssýningin í Brussel skiptist í tvo hluta. Annars vegar er sýning fyrir framleiðendur afurða og svo hins vegar þá sem framleiða tæki og þjónusta sjávarútveginn. Á vef Íslandsstofu kemur fram að alls sýna 33 fyrirtæki undir hatti merktum ICELAND á því svæði sem Íslandsstofa ráðstafar. Þar af eru 15 fyrirtæki í véla-, tækja- og þjónustuhlutanum og 18 fyrirtæki í sjávarafurðahlutanum. Að auki sýna 5 önnur íslensk fyrirtæki á sýningunni.
Á heimasíðu sjávarútvegssýningarinnar í Brussel kemur fram að búast megi við um 26.000 seljendum og kaupendum á sýninguna frá alls 146 löndum. Í fyrra sóttu hana um 26.000 aðrir gestir. Fékk nokkrar myndir sendar i morgun og kann ég Pétri bestu þakkir fyrir sendiinguna myndir Pétur Sigurgeir Sigurðsson
|
Brussel © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson 2014
|
Brussel © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson 2014
|
Brussel © mynd Pétur S Sigurðsson 2014 |
|
|