 |
Fjölmenni við afhjúpun minnisvarðans © Mynd Isak Fannar sigurðsson
 |
Tf Sýn lent i Vöðlavik © mynd Isak Fannar Sigurðrsson 2014
 |
Fallegt veður i Vöðlavik þennan dag © mynd Isak Fannar Sigurðsson 2014 |
|
|
Á laugardag tók þyrlan þátt í hátíðarhöldum á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Akureyri og á Grundarfirði. Auk þess var þyrla LHG viðstödd hátíðarhöld í Vöðlavík á Föstudag vegna afhjúpunar minnisvarða sem er reistur í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá björgun áhafnar fiskiskipsins Bergvíkur sem strandaði í fjörunni í Vöðlavík og í framhaldi af því áhafnar dráttarskipsins Goðans sem sökk í Fjörunni er skipið tók þátt í því að reyna að draga Bergvíkina út. Varðskip Landhelgisgæslunnar komu mikið við sögu í þessum aðgerðum og tókst um síðir að losa Bergvíkina af strandstað.