30.07.2014 16:43

Aukin löndunnarheimild á Makril úr grænlensku lögsögunni úr 4 i 12000 tonn

           Makrill um borð i Togara © Mynd þorgeir Baldursson 

              Makrill krapaður um borð i Isfisktogara © þorgeir 

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um heimild til veiða á makríl í grænlenskri lögsögu skv. reglugerð 620/2012.  Heimilt er að landa allt að 12.000 tonnum af makríl sem þar hefur verið veiddur.  Viðkomandi skip skulu hafa útgefna heimild Fiskistofu.

ATH: Þessi tilkynning var uppfærð 30. júlí þar sem  atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað þann dag að  auka löndunarheimildina sem fram  kemur í  5. lið hér að neðan  úr 4 þúsund í 12 þúsund tonn.  Þetta hefur verið tilkynnt þeim skipum sem fengið hafa heimild Fiskistofu til löndunar á makríl af Grænlandsmiðum.

Eftirfarandi skilyrði gilda um þessar veiðar og landanir:

  1. Heimildin tekur eingöngu til skráðra skipa á Íslandi og eingöngu til afla sem ætlaður er til manneldis, hvort sem hann er unninn um borð í vinnsluskipi eða landað í íslenskri höfn til manneldisvinnslu.
  2. Íslensk skip skulu sýna fram á að þau hafi leyfi til veiða í grænlenskri lögsögu og hafi staðfest samkomulag við grænlenska útgerð um aflaheimildir.
  3. Halda skal makrílafla sem veiðist í grænlenskri lögsögu aðskildum frá makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og gera skal jafnframt sérstaka skýrslu um hann.  Skipstjóri skal, svo fljótt sem verða má eftir að veiðum lýkur, en eigi síðar en 4 klukkustundum eftir að komið er til hafnar, senda Fiskistofu skýrslu um áætlaðan makrílafla í viðkomandi veiðiferð á því formi sem Fiskistofa ákveður.  Í skýrslunni skal í það minnsta koma fram afli skipsins sundurliðaður eftir tegundum innan fiskveiðilandhelgi Grænlands.
  4. Um tilkynningar að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar 285/2014 þar sem það á við.  Um tilkynningar til Grænlands vegna veiða innan grænlensku lögsögunnar fer samkvæmt reglum þarlendra stjórnvalda.
  5. Heimild þessi fellur niður eftir að 12.000 tonnum er náð.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is