Skrapp i nokkra daga vestur á Hólmavik til að mynda makrilbáta þetta var einstaklega skemmtilegt
að fylgjast með þessum veiðiskap en myndirnar segja meira en mörg orð sæmkvæmt frétt
á mbl.is
Þetta leit sæmilega út fyrir helgi en svo virðist veiði hafa dottið niður,“ segir Borgar Þórarinsson, hafnarvörður á Hólmavík, spurður um makrílveiði helgarinnar.
„Veiðin var í lagi á laugardag en frekar döpur á sunnudag,“ segir hann, en tæpum 50 tonnum af makríl var landað um helgina í Hólmavíkurhöfn.
Á laugardag komu að landi 38,5 tonn af makríl á 16 bátum. „Það veiddu ekki margir virkilega vel en það var svona kropp samt,“ segir Borgar.
„Það voru 3 bátar sem stóðu svolítið upp úr og voru með um 5 tonn hver. Aðrir voru með töluvert minna og það deildist jafnt.“
Á sunnudag veiddust ekki nema tæp 11 tonn, en þá lönduðu 12 bátar.
|
Addi Afi
|
Kristleifur
|
Skúli
|
Krókarnir Græjaðir
|
Skipverji á Björgu Hallvarðs AK |
|
|
|
|