29.08.2014 19:49

Sturlaugur skiptir út vír fyrir Dynex

 

 

           Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 © ÞORGEIR 

 

 

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík í síðustu viku með tæplega 130 tonna afla sem fékkst í fjögurra daga veiðiferð á Vestfjarðamið. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins með Dynex togtaugar frá Hampiðjunni í stað hefðbundinna togvíra og að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra lofar frumraunin góðu.
,,Það er erfitt að setja einhverja mælistiku á reynsluna eftir aðeins einn túr en það komu engin vandamál upp. Helsti munurinn, sem ég sé, er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum með því að nota þessar togtaugar í stað togvíra. Þeir bregðast strax við og ,,skvera“ betur en áður. Við erum með flottrollshlera á botntrollinu og það er greinilegt að við náum meira bili á milli hlera en áður,“ segir Eiríkur.

Að sögn Eiríks var búið að vara hann við því fyrir veiðiferðina að hann myndi þurfa meiri lengd af togtaugum en sem nam víralengdinni.
,,Það reyndist ekki rétt. Við erum með 800 faðma eða um 1.400 til 1.500 metra af Dynex togtaugum á tromlunni en áður vorum við að nota 800 til 1.000 faðma af togvír. Fyrirferð togtauganna er aðeins meiri á tromlunni enda eru taugarnar 32 mm en vírinn var 30 mm. Munurinn liggur hins vegar í því að togtaugarnar eru tæpum tíu tonnum léttari en vírarnir og það hlýtur að skila sér í minna sliti á togvindum og blökkum. Annars vorum við að gera allt nákvæmlega eins og áður. Toghraðinn er þetta 3,5 til 4,0 mílur og mesti sjáanlegi munurinn er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum en Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri Hampiðjunnar, er að vonum ánægður með árangurinn.

,,Við lítum á þetta sem ákveðin tímamót. Sturlaugur H. Böðvarsson AK er fyrsti ísfisktogarinn þar sem hefðbundnum stálvírum er skipt út fyrir Dynex togtaugar. Árangurinn er uppörvandi en kemur okkur ekki sérstaklega á óvart. Eina togskipið í íslenska flotanum, sem notað hefur Dynex togtaugar fram að þessu á botntrollsveiðum, er Vestmannaey VE en þar um borð hafa taugarnar verið notaðar með framúrskarandi árangri allt frá árinu 2007,“ segir Guðmundur

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is