10.09.2014 18:59

2147-Sæborg NS 40

             2178 Sæborg NS 40 mynd þorgeir Baldursson 2014

 

 

Mikið af makríl virðist nú vera á Bakkaflóa og fékk smábátur þaðan þrjú tonn rétt fyrir utan höfnina, þegar hann var á leið vestur til að fara á makríl.

Um helmingur aflans var fiskur stærri en 600 grömm. Makríll hefur einnig veiðst á Berufirði. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda

í eftirfarandi færslu í dag:
„Eins og fram hefur komið eru margir smábátaeigendur þeirra skoðunar að auglýsing um stöðvun makrílveiða frá og með 5. september hafi ekki átt rétt á sér.  Bent hefur verið á að auglýsinguna hefði ekki átt að birta fyrr en búið væri að veiða það magn sem tilheyrði 3. tímabili makrílveiða smábáta.

Það tímabil hófst 1. september og voru 1200 tonn eyrnamerkt til veiða á því.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu höfðu færabátar veitt alls 6.682 tonn í júlí og ágúst.  Heildarveiðin nú er komin í 7.455 tonn og því ætti með réttu að vera eftir 407 tonn.
Enn hefur sjávarútvegsráðherra ekki brugðist við brýningu LS sem honum var send sl. föstudag.  Makrílveiðimenn trúa ekki öðru en ráðherra heimili áframhaldandi veiðar og bíða því í ofvæni eftir að heyra frá ráðherra.
Frá Vopnafirði bárust þær fréttir að Sæborg NS 40 sem kláraði að útbúa sig á makríl nú um mánaðarmótin hefði fengið 3 tonn rétt fyrir utan höfnina í Bakkafirði.  Eigandi Sæborgar, Jón Svansson, staðfesti þetta og sagði allt vaðandi í makríl þar.  Hann hefði verið á leið á miðin við Snæfellsnes til að ná einhverju af þeim 1200 tonnum sem veiða átti í september.  Ákvörðun um stöðvun setur hins vegar strik í fyrirætlanir Jóns ásamt því að hamla honum frekari rannsóknum og veiðum í Bakkaflóa.  Þess má geta að 47% af aflanum hjá Sæborgu var makríll að stærðinni 600+.
Fréttirnar eru sérlega athyglisverðar þar sem Austfirðir hafa setið nokkuð á hakanum hvað sókn í þá varðar, ef undan er skilinn Berufjörður

þar sem Öðlingur SU hefur verið við veiðar.“

Heimild Kvotinn.is

mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is