12.09.2014 10:17

Sólberg Ehf kaupir Gunnbjörn is

Sól­berg ehf., sem er í eigu Arn­ars Kristjáns­son­ar, skip­stjóra og út­gerðar­manns á Ísaf­irði, hef­ur keypt tog­ar­ann Gunn­björn ÍS af út­gerðarfé­lag­inu Birni ehf. Sól­berg ehf.

kaup­ir tog­ar­ann með veiðiheim­ild­um í út­hafs­rækju og ætl­ar að veiða rækju fyr­ir rækju­verk­smiðjuna Kampa ehf. á Ísaf­irði, sam­kvæmt fréttBæj­ar­ins besta.

„Það verður unnið að því núna að koma hon­um í drift sem fyrst og halda til veiða,“ seg­ir Arn­ar. Hann hef­ur um ára­bil gert út tog­skipið Ísborg ÍS

og seg­ir Arn­ar að hann ætli að gera út bæði skip­in til að byrja með, hvað sem síðar verður. 

Gunn­björn var smíðaður í Flekk­efjord í Nor­egi árið 1973 fyr­ir Kaup­fé­lag Dýrfirðinga og hét lengst af Fram­nes.

Íshús­fé­lag Ísfirðinga keypti Fram­nes af Kaup­fé­lagi Dýrfirðinga. Íshús­fé­lag Ísfirðinga sam­einaðist inn í Hraðfrysti­húsið - Gunn­vör og gerði HG Fram­nes út á rækju til 2005

þegar HG hætti rækju­vinnslu. Birn­ir ehf. keypti tog­ar­ann skömmu síðar og gerði hann út á rækju und­ir nafn­inu Gunn­björn en hann hef­ur ekki verið á veiðum frá því í októ­ber í fyrra.

         1327 Gunnbjörn is 302 á Rækjuveiðum útifyrir norðurlandi © þorgeir 

                            78 Isborg IS 250 á Rækjuveiðum © þorgeir

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is