Sólberg ehf., sem er í eigu Arnars Kristjánssonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Ísafirði, hefur keypt togarann Gunnbjörn ÍS af útgerðarfélaginu Birni ehf. Sólberg ehf.
kaupir togarann með veiðiheimildum í úthafsrækju og ætlar að veiða rækju fyrir rækjuverksmiðjuna Kampa ehf. á Ísafirði, samkvæmt fréttBæjarins besta.
„Það verður unnið að því núna að koma honum í drift sem fyrst og halda til veiða,“ segir Arnar. Hann hefur um árabil gert út togskipið Ísborg ÍS
og segir Arnar að hann ætli að gera út bæði skipin til að byrja með, hvað sem síðar verður.
Gunnbjörn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1973 fyrir Kaupfélag Dýrfirðinga og hét lengst af Framnes.
Íshúsfélag Ísfirðinga keypti Framnes af Kaupfélagi Dýrfirðinga. Íshúsfélag Ísfirðinga sameinaðist inn í Hraðfrystihúsið - Gunnvör og gerði HG Framnes út á rækju til 2005
þegar HG hætti rækjuvinnslu. Birnir ehf. keypti togarann skömmu síðar og gerði hann út á rækju undir nafninu Gunnbjörn en hann hefur ekki verið á veiðum frá því í október í fyrra.
|
1327 Gunnbjörn is 302 á Rækjuveiðum útifyrir norðurlandi © þorgeir
|
78 Isborg IS 250 á Rækjuveiðum © þorgeir |
|