29.09.2014 15:05

Rækjuveiðar dragast saman við Canada

   Canadiskir Eftirlitsmenn © þorgeir 

Mikill samdráttur er fyrirsjáanlegur í veiðum á kaldsjávarrækju árin. Veiðar verða bannaðar á Miklabanka á næsta ári, en kvóti þessa árs var 4.300 tonn. Lokun veiðanna bitnar mest á Kanadamönnum, en þeir höfðu 3.580 tonna heimildir nú. Bannið hefur einnig áhrif á veiðar Grænlendinga og Færeyinga, sem hafa haft nokkurn kvóta þarna.
Grænlendingar íhuga nú að lækka rækjukvótann við Grænland úr 93.300 tonnum í ár í 70.000 tonn og byggist það á ráðleggingum frá NAFO, Fiskveiðinefnd Norðvestur-Atlantshafsins.
Rækjuveiðibannið á Miklabanka tekur til veiðisvæðisins 3L, aldrei hefur verið rækjukvóti á svæðum 3N og 3O, en rækjuveiðar á svæði 3M hafa verið bannaðar lengi. Miklar sveiflur hafa verið í rækjuveiðum á Miklabanka frá aldamótum. Þá var kvótinn 6.000 og hækkaði síðan smátt og smátt upp í 30.000 tonn árið 2009, sem er mesti kvótinn þar. Síðan þá hefur veiðin legið niður á við og veður nú engin á næsta ári. Íslendingar stunduðu þarna veiðar fyrir mörgum árum en hafa ekkert veitt nú í nokkur ár í röð.
Rækjuveiðar í Barentshafi og við Svalbarða hafa einnig verið að dragast saman og hér hefur mjög lítið verið veitt af rækju undanfarin ár. Á síðasta ári varð afli hér við land 10.700 tonn og hefur farið hægt vaxandi frá því 2006, þegar aflinn varð aðeins 858 tonn. Það er minnsti rækjuafli við Ísland frá því um miðja síðustu öld. Mestur varð rækjuaflinn hins vegar 76.000 tonn árið 1995. Rækjukvótinn nú í úthafsrækju og rækju innan fjarðaer samtals innan við 10.000 tonn.
Mikill aflasamdráttur í kaldsjávarrækju bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi hefur leitt til mikilla verðhækkana að undanförnu, enda framboði í sögulegu lágmarki.

Heimild Kvotinn.is 

mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is