22.10.2014 21:19

Húsvikingur við veiðar við strendur Argentinu

 
 
Húsvikingurinn Sigurgeir Pétursson skipstjóri á Nýja Sjálandi hefur búið  þar i 25 ár og er búinn að vera á verksmiðjutogaranum Tai An siðan 2007
 
skipið sem að gert út af Argentiskri útgerð frá borginni Ushuaia sem er syðst i Argentinu. Ushuaia er jafnframt syðsta borg i heimi á rúmum 55*Suðlægrarbreiddar
 
Tai An var smiðað i Japan 1981. Skipið er 105m langt og 3060 brúttótonn. Við erum með um 95 manns i áhöfn og er 80% þeirra argentinskir, ég og stýrimaðurinn Islendingar og restin Kinverjar.
 
Við stundum aðallega veiðar á 3 tegundum. Hokinhala (Hoki), kolmunna og tannfiski (Patagonian Toothfish). Við vinnum hokinhalann og kolmunnann aðallega i surimi en getum einnig pakkað hoki i flaka pakkningar.
 
Tannfiskurinn, sem er afar verðmætur, er bara hausaður og sporðskorinn. Fyrir hann svoleiðis fáum við yfir USD 20/kg þannig að það er eftir miklu að sækjast þar en kvótinn af þeirri tegund á þessu ári var ekki nema 550 tonn hjá okkur.
 
Við veiðum bæði með flottrolli og botntrolli og til gamans má geta þess að öll veiðarfæri eru keypt frá Hampiðjunni.
 
þegar við erum að framleiða surimi getum við fryst ca 75 tonn af afurðum á dag en til þess þurfum við rétt um 300 tonn upp úr sjó. Við erum með 5 flökunnarlinur  til að flaka  fiskinn svo að afköstinn þvi óhenjumikill  
 
þegar verið er að keyra slikt magn i gegn, stundum dögum saman.    Allur úrgangur fer i mjöl.
 
 
Frystilestin tekur um 1200tonn  og erum við yfirleitt i 50-60 daga túrum en þó kemur fyrir að skipið hefur verið fyllt á styttri tima.
 
Allir yfirmenn fara annan hvern túr en Argentinsku undirmennirnir fara 2 túra og svo 1  fri. Kinverjarnir eru með öðruvisi skipulag a frium !
 
Lifið um borð er afar rólegt. Mest bara unnið, borðað og sofið. Við erum með tvo messa og bæði Argetinskan og Kinverskan kokk. þessir  þjóðflokkar hafa afar mismunandi matarsmekk og þvi ekki hægt annð en að hafa þetta aðskilið
 
Sagði Sigurgeir Pétursson i stuttu spjalli af miðunum i dag 

                Sigurgeir Pétursson © þorgeir 2014

                                            Tai An ©  Sigurgeir Pétursson 

                    Mynd úr Brúnni i dag © Sigurgeir Pétursson 2014

                     sérð aftureftir Trolldekkinu © Sigurgeir Pétursson 2014 

 Tannfiskur á dekkinu allt blóðgað til að fá sem best gæði og verð © Sigurgeir Pétursson

Fiskhakkið að fara i gegnum “decanter” þar sem öllum vökva er þrýst úr hakkinu

             Surimi eftir “decanter” þar sem það er orðið alveg þurrt © sigurgeir 

        Surimi pakkað i 10 kg pakkningar © Sigurgeir Pétursson 

                             Staflað i lestina © Sigurgeir Pétursson 2014

                      Útsýnið úr brúnni i dag © sigurgeir Pétursson 2014

 Og siðasta i þessari syrpu aftureftir trolldekkinu © Myndir Sigurgeir Pétursson 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is