24.10.2014 12:18

80 þúsund tonn af loðnu i Islensku Lögsögunni

               Polar Amarock  á loðnuveiðum i jan 2014 © þorgeir 

Grænlensk skip mega veiða tæp 40 þúsund tonn og norsk skip rúm 40 þúsund tonn

Grænlensk og norsk skip mega veiða samtals um 80 þúsund tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands á haust- og vetrarvertíð, samkvæmt reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða 39.440 tonn af loðnu í landhelginni á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl 2015. Eftir 15. febrúar og sunnan 64°30'N er grænlenskum skipum þó einungis heimilt að veiða 23.000 tonn.

Norskum skipum er heimilt að veiða 40.182 tonn í fiskveiðilandhelgi Íslands á tíma­bilinu 1. nóvember 2014 til 15. febrúar 2015. Heimildin nær eingöngu til veiða norðan við 64°30´N.

Grænlenskum og norskum skipum er óheimilt er að stunda loðnuveiðar hér með öðrum veiðarfærum en nót.

Heimild Fiskifréttir  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is