22.11.2014 12:05Nýr Venus Sjósettur um næstu MánaðarmótFyrirhuguð afhending í apríl á næsta ári.
Sjósetning Venusar NS, annars tveggja nýrra uppsjávarveiðiskipa HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. Stefnt er á að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, sem hefur eftirlit með verkinu í Celiktrans Deniz Insaat Ltd skipasmíðastöðinni í Istanbul, hefur vinnu miðað ágætlega upp á síðkastið en smíði skipsins er þó enn á eftir áætlun. ,,Hér er grenjandi rigning og verður næstu dagana ef eitthvað er að marka veðurspár,“ sagði Þórarinn er rætt var við hann. ,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkjum. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verður dregið á út í flotkví fyrir sjósetningu,“ segir Þórarinn. Að hans sögn er einnig unnið að því að að taka spil og krana um borð, tengja rafmagn, setja upp veggeiningar í íbúðum, ganga frá röralögnum og mála sjókæligeyma. Til upprifjunar má geta þess að HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Þau eru 80,3 metrar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél. Fyrra skipið, Venus NS, á að vera tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og afhending seinna skipsins, Víkings AK 100, verður í október sama ár. Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhendingar á árinu 2017. af vef Fiskifrétta
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061976 Samtals gestir: 50970 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is