28.11.2014 23:36

Allveg Galið að gera

Það er búið að vera alveg galið að gera undanfarnar vikur. Við erum að ná í skottið á okkur núna og vinnan að komast í eðlilegt horf, það er að segja ef hitt kallast óeðlilegt. Uppi í dokkinni er Huginn VE og í sleðanum er Barði NK. Við kajann eru Reval Viking og Frosti ÞH. Oft er daufasti tíminn í þessu frá nóvember til febrúar, en nóvember í ár hefur verið ótrúlegur. Ég held við höfum aldrei haft jafn mikið að gera eins og í þessum mánuði og oft hefur verið mikið að gera. Við kvörtum ekki,“ sagði Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, þegar kvotinn.is sló á þráðinn til hans.
„Þetta er svona hefðbundið viðhald og breytingar og lagfæringar. Svona bland í poka. Svo eru fleiri skip væntanleg. Skinney SF frá Hornafirði er að koma á mánudag og Þórir sem líka er gerður út af Skinney Þinganesi á Höfn er að koma viku síðar og eitthvað meira er væntanlegt. Við höfum því nóg að gera út árið og erum giska kátir með okkur.
Síðasta vetur vorum við með 600 milljóna króna verkefni við smíði búnaðar á vinnsludekk í tvo togara sem voru í byggingu niðri í Tyrklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur afslíku, bæði nýsmíði og svo er í þessum togurum á millidekkinu alltaf eitthvað af viðgerðum. Þessi búnaður er keyrður allan sólarhringinn þannig að hann slitnar, sem betur fer. Við erum bara eins og bílaverkstæði, við lifum bæði á viðhaldi og óhöppum og tjóni. Við þurfum ekkert að vera feimnir að viðurkenna það.“
Þá hefur verið mikið að gera í færavindunum á vorin og sumrin. „Síðasta ár í vindunum var einfaldlega frábært eins og síðustu ár hafa verið í þeim. Það varð sprenging i þessu þegar strandveiðarar og krókaveiðarnar á makrílnum komu til. Við notum haustið og veturinn til að smíða vindur til að eiga á lager fyrir vertíðina á vorin. Við myndum ekki ná að framleiða eftir hendinni. Því byggjum við upp lager. Við höfum því í nógu að snúast á öllum vígstöðvum. Þetta verður því gott ár eins og öll níu árin síðan við byrjuðum. Við höfum verið svo lánssamir að eiga trygga viðskiptavini og mannskap til að vinn verkin vel. Sé þetta tvennt í sæmilegu standi þarf engu að kvíða,“ sagði Anton.
Á með fylgjandi mynd er Huginn VE í slipp á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Heimild Kvotinn.is

                           Huginn i Flothvinni hjá slippnum © þorgeir 2014

             Kanturinn þéttsetinn © mynd þorgeir Baldursson 2014

          Norma Mary H110 i Flotkvinni  © mynd þorgeir 2014

     Allar brautir og sleðar fullir af skipum © þorgeir Baldursson 2014

          Seð yfir svæði Slippsins úr Valaheiðinni  © þorgeir Baldursson 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is