02.12.2014 21:56

Flutningur Fiskistofu norður til Akureyrar

Einar Guðmundsson © mynd þorgeir Baldursson 

Þórður Ásgeirs­son, fyrr­ver­andi Fiski­stofu­stjóri, seg­ir fyr­ir­hugaðan flutn­ing höfuðstöðva stofn­un­ar­inn­ar frá Hafnar­f­irði til Ak­ur­eyr­ar „óskilj­an­legt glapræði“.

Ekki sé um flutn­ing að ræða, held­ur hafi ráðherra í huga að leggja Fiski­stofu niður, aðeins sé verið að stofna nýja Fiski­stofu með nýju fólki á Ak­ur­eyri.

„Við skul­um vona að það tak­ist að finna rúm­lega tutt­ugu manns sem geta tek­ist á við sér­hæfð og flók­in verk­efni Fiski­stofu. Þeirra bíður ekki lítið verk, því allri upp­safnaðri reynslu, kunn­áttu og þekk­ingu á því hvernig þessi verk­efni verði best leyst, er kastað fyr­ir róða," seg­ir Þórður í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi því verið lofað að rík­is­stjórn­in myndi auka skil­virkni stjórn­sýsl­unn­ar. „Þessi aðgerð geng­ur auðvitað þvert á þetta lof­orð,“ seg­ir Þórður.

„Ég kem satt að segja ekki auga á neitt já­kvætt við þessa ráðstöfn­un á skatt­pen­ing­um mín­um og annarra og hef raun­ar ekki orðið var við nein hald­bær rök fyr­ir henni af hálfu for­sæt­is- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem standa á bak við þetta.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is