03.12.2014 20:01

Þrjú skip með 4800 tonna kolmunna til Neskaupstaðar

    Tómas Kárasson Skipst © þorgeir Bald 2014

      2862 Beitir NK 123 myndir Þorgeir Baldursson 2014    

 

Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK hafa að undanförnu verið að kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni. Beitir hélt fyrst til veiðanna og er nú á landleið með nánast fullfermi eða rúmlega 2000 tonn. Börkur er einnig á landleið með 1400 tonn og Bjarni Ólafsson með 1300 tonn.  Tómas Kárason skipstjóri á Beiti sagði í samtali við heimasíðuna að það væri töluvert þolinmæðisverk að fá í skipið. „Við fengum þennan afla í átta holum en það er eitt hol á dag. Við drógum gjarnan í kringum 18 tíma. Aflinn var misjafn; besta holið gaf 450 tonn en það lakasta var undir 200 tonnum. Við vorum gjarnan að fá um 10 tonn á tímann en svo hittum við stundum á góða bletti sem gáfu meira. Við reiknum með að koma til Neskaupstaðar  í fyrramálið. Það er leiðindabræla á leiðinni og við tökum góðan tíma í keyrsluna“.

 

Börkur og Bjarni Ólafsson hófu veiðar  nokkru á eftir Beiti og hefur árangurinn hjá þeim verið svipaður. Nú spáir leiðindaveðri á veiðislóðinni. 

www.svn.is

Myndir Þorgeir Baldursson 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is