Barði NK 120 © Mynd þorgeir Baldursson
Frystitogarinn Barði NK hefur verið í slipp á Akureyri síðasta mánuðinn. Þar var hefðbundnum slippverkefnum sinnt eins og botnhreinsun og botnmálun.
Eins voru botn- og síðulokar teknir upp ásamt skrúfu og stýrisbúnaði. Aðalvélin var einnig tekin upp og tengi á milli gírs og aðalvélarinnar endurnýjað. Fyrir utan þetta var ýmsum smærri viðhaldsverkefnum sinnt.
Þegar heimasíðan hafði samband við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra klukkan hálf ellefu í morgun sagðist hann vera ánægður með að þessum verkum væri lokið og unnt yrði að halda á sjóinn á ný.
„Við erum rétt að fara að sleppa og verkefnið framundan er að veiða karfa, ufsa og grálúðu. Fyrst verður haldið á Vestfjarðamið og vonandi næst þar góður árangur“, sagði Bjarni Ólafur.
|