29.12.2014 23:21

Fáir á sjó

                         Eldborg  Ek    © Mynd Þorgeir Baldursson 

Nú eru 49 íslensk skip á sjó við landið. Lítið er um sjósókn milli jóla og nýár, en fiskiskipum er óheimilt að stuða veiðar yfir jól og áramót. Þau mega hins vegar fara á sjá á miðnætti annars dags jóla og vera að fram að hádegi gamlársdags. Eftir skulu þau frá í landi fram yfir nýárdag. Á árum áður tíðkaðist það að skip stunduðu veiðar yfir jól og áramót ef fiskað var í siglingu fyrir Bretland eða Þýskaland. Þá fóru togararnir gjarna út um miðjan des og voru að veiðum til áramót og síðan settur kúrsinn út. Nú hafa slíkar siglingar með freskan fisk alveg lagst af, en þegar þær voru við lýði fékkst að jafnaði hæsta fiskverð ársins og met slegið í fisksölum fyrstu daga janúar, bæði í Bretlandi og Þýskalandi.
Þetta við fiskiskipin en engin farskip eru nú skráð á Íslandi. Önnur skip en fiskiskip, sem skrá eru á Íslandi eru því ferjur eins og Herjólfur, Baldur og Sæfari, dýpkunarskip og skip sem vinna til dæmis að þangskurði, varðskip og rannsóknaskip. Þetta allt leiðir að sér að ekkert íslenskt skip var skráð á sjó yfir jólin og verður sama staða uppi um áramótin. Reyndar er á þessu ein undantekning, en það er varðskipið Týr, sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi.
Skipin sem eru að veiðum nú eru annaðhvort togarar er stærri skip, enda stefnir í leiðindaveður seinna í dag, einkum við sunnan- og vestanvert landið. Skipin eru flest að fiska fyrir vinnslur í landi sem senda fiskinn utan með flugi flakaðan ferskan, en mikil eftirspurn er eftir nýmetinu um og eftir áramótin.  www.kvotinn.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2420
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993841
Samtals gestir: 48566
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:30:48
www.mbl.is